Upplestrarkeppnin

Upplestrarkeppni skólanna í Rangárþingi, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum fór fram að Brúarlundi í dag. Þar öttu kappi þeir nemendur sem efstir stóðu í bekkjarkeppni í hverjum skóla fyrir sig.. Skólarnir á þessu svæði skiptast á að halda keppnina og var það Laugalandsskóli sem stóð að keppninni þetta árið. Krakkarnir stóðu sig mikið vel en í þriðja sæti varð Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir úr Laugalandsskóla. Unnur Kristín Sigurðardóttir varð í 2. sæti og Úlfhildur Vaka Pétursdóttir í því fyrsta en báðar koma þær úr Hvolsskóla.

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendur Hvolsskóla; bæði aðal- og varamenn ásamt kennara sínum og þjálfara, Lovísu Guðlaugsdóttur.

Innilega til hamingju öllsömul!