Hvolsskóli í úrslitakeppnina í Skólahreysti

Í gær keppti lið Hvolsskóla í skólahreysti og fór stór hópur nemenda héðan að hvetja áfram sitt fólk. Liðið okkar skipuðu þau: Ívar Ylur Birkisson, Lovísa Rós Hlynsdóttir, Sofiya Melnyk og Valur Ágústsson. Varamenn voru þau Böðvar Örn Brynjólfsson og Elísabet Vaka Guðmundsdóttir. Liðið stóð sig með miklum sóma og landaði 1. sætinu í riðlinum þannig að það keppir í úrslitum síðar í maí.

Innilegar hamingjuóskir öllsömul.