Upplestrarkeppni

Þann 20. apríl síðastliðinn fór fram undankeppni í 7. bekk Hvolsskóla fyrir upplestrarkeppnina Röddina. Röddin er upplestrarkeppni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum. Í ár fer hún fram á Kirkjubæjarklaustri næstkomandi fimmtudag.

Það voru þau Jórunn Edda Antonsdóttir og Runólfur Mar Þorkelsson sem efst stóðu að aflokinni keppni og munu verða fulltrúar Hvolsskóla í Röddinni. Varamenn eru þau Elín Fríða Geirsdóttir Waage og Oskar Bartosz Parciak. Dómarar keppninnar voru þau Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Högni Þór Þorsteinsson.