Af opnu húsi

Í dag luku nemendur á elsta stigi Kynjafræði þemaverkefni sem gekk þvert á margar námsgreinar. Afraksturinn gaf að líta hér í Hvolsskóla í dag á opnu húsi þar sem nemendur sýndu niðurstöður sínar úr hinum ýmsu viðfangsefnum sem á einn eða annan hátt snéru að kynjafræði og jafnrétti. Hver nemendahópur gerði auk kynningarefnis á kynningarbás, myndband sem hægt er að skoða hér: https://06-sigurthor.wixsite.com/fraedslutorghvolssk

Verkefninin voru afar fróðleg, málefnið brennur á flestum og fræðslan er þörf fyrir bæði unga og aldna. Anna Kristín Guðjónsdóttir íslensku- og kynjafræðikennari er líkt og undanfarin ár, hugmyndasmiðurinn að þessu þemaverkefni.

Dómarar voru fengnir til að meta verkefnin og veita viðurkenningar og verðlaun. Til þess vandasama verks mættu þau Arnar Gauti Markússon, Edda Guðlaug Antonsdóttir og Högni Þór Þorsteinsson og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Nemendur og starfsmenn á elsta stigi; innilega til hamingju með afraksturinn, þetta var hreint út sagt stórkostlegt!