Ræðukeppni Hvolsskóla

Í dag fór fram ræðukeppni Hvolsskóla en þar etja kappi þeir aðilar úr hverjum bekk sem efstir stóðu í bekkjarkeppninni. Nemendur stóðu sig ákaflega vel en umræðuefnið var Lausaganga katta í þéttbýli. Sitt sýndist hverjum og var keppnin hörð. Þjálfari þeirra er íslenskukennarinn Anna Kristín Guðjónsdóttir. Dómarar voru þau Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Hermann Árnason. Við þökkum þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma í þetta verkefni.

Efstar í ræðukeppninni urðu þær Elísabet Vaka Guðmundsdóttir í þriðja sæti, Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage í öðru sæti og Viktoría Vaka Guðmundsdóttir í fyrsta sæti. Meðfylgjandi mynd er af þeim stöllum.

Innilega til hamingju öllsömul með glæsilegan flutning.