Streymt frá hátíðardagskrá

Á morgun verður hátíðardagskrá í Hvolsskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Uppistaðan er upplestur 10. bekkinga á Brennu-Njálssögu eins og hefð hefur verið fyrir í langan tíma. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður streymt frá viðburðinum á fésbókarsíðu skólans. Útsending hefst kl. 8:15. „Skjáumst“ á morgun.

Meðfylgjandi mynd tók Hafdís María Jónsdóttir á milli rigningarskúra í dag.