Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í gær á okkar svæði. Þeir skólar sem áttu fulltrúa í keppninni voru Grunnskóli Vestmannaeyja, Laugalandsskóli, Víkurskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli. Alls voru það 11 nemendur sem efstir stóðu í sínum skóla í undankeppninni sem lásu í gær og stóðu þeir sig með eindæmum vel. Val dómnefndar var erfitt. Fyrir hönd Hvolsskóla kepptu þau Björk Friðriksdóttir og Þórður Kalman Friðriksson.

Efstur stóð Þórður Kalman, í öðru sæti var Heiðmar Þór Magnússon úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum og þriðja sætið hlaut Hulda Guðbjörg Hannesdóttir úr Laugalandsskóla. Við óskum sigurvegurum og keppendum öllum til hamingju með árangurinn.

Á myndinni eru þau Björk og Þórður ásamt Önnu Kristínu, einum af þjálfurum þeirra og kennurum.