Fundur í umhverfisnefnd Hvolsskóla

Á 3. fundi umhverfisnefndar í vetur, sem fór fram síðastliðinn fimmtudag, sáðu krakkarnir kryddum og sumarblómum sem vonandi gægjast upp úr moldinni á næstu dögum. Þórunn verkefnastjóri Grænfánans, ræddi ljóstillífun meðal annars við nemendur sem sáðu síðan í eggjabakka sem fóru inn á stigin. Umhverfisnefndin fundar reglulega yfir skólárið, rýnir í hvað mætti gera betur og hvað vel er gert. Á fundi sínum fyrir jólin skoðaði nefndin pappírsnotkun per nemanda og leiðir til að minnka þá notkun. Í nefndinni sitja auk skólastjóra og Þórunnar verkefnisstjóra, starfsfólk frá öllum stigum sem og nemendur úr öllum bekkjum.