Ræðukeppni Hvolsskóla

Ræðukeppni Hvolsskóla fór fram í sal skólans í dag. Þar kepptu þeir nemendur á elsta stigi sem efstir stóðu eftir bekkjarkeppnina í hverjum bekk. Alls voru það fjórtán nemendur sem fluttu ræður í dag og stóð hópurinn sig vel. Úr vanda var að ráða fyrir dómnefndina en hana skipuðu Hermann Árnason, Margrét Guðjónsdóttir og Svanborg Eygló Óskarsdóttir. Úrslit urðu sem hér segir: Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage varð í þriðja sæti, Viktoría Vaka Guðmundsdóttir hlaut annað sætið en efst var Lilja Dögg Ágústsdóttir. Þjálfari og umsjónarmaður með keppninni var Anna Kristín Guðjónsdóttir. Innilega til hamingju öll með árangurinn.