Hertar aðgerðir

Vegna hertra aðgerða er skólinn lokaður fyrir gestum og biðjum við þá sem erindi eiga við skólann að hringja eða senda tölvupóst. Hvað foreldra varðar gilda áfram þær reglur sem settar voru í upphafi skólaárs með litlum viðbótum:

  • Við biðjum ykkur að takmarka mjög ferðir ykkar hingað í hús.
  • Ef þið eruð að koma til að sækja nemendur í Skólaskjólið biðjum við ykkur að koma ekki lengra en í anddyrið. Símanúmer Skjólsins hangir á miða þar og biðjum við ykkur að hringja inn og fá börn ykkar send til ykkar fram. Spritt er í anddyri.
  • Eins biðjum við ykkur í annan tíma að hringja til okkar og leysa mál sem mest á þann hátt eða eins og kostur er í stað þess að koma til okkar í skólann.
  • Teymisfundir munu færast yfir í TEAMS sem allra mest.