Skýr mörk
í Hvolsskóla
Um óásættanlega hegðun
og viðbrögð við henni
Tekið saman í janúar 2019
Uppeldi til ábyrgðar byggist á ákveðinni samskiptatækni sem hjálpar nemendum og starfsfólki skólans að eiga jákvæð samskipti. Hver og einn tekur ábyrgð á sinni hegðun og allir fá að vaxa og njóta sín. Stefnan snýst um að kenna börnum og unglingum að beita sig sjálfsaga í samskiptum við aðra. Lögð er áhersla á lífsgildi sem hver og einn bekkur velur sér og hefur að leiðarljósi.
Reglum er fækkað en þær styrktar, svo allir þekki og viti hvað gerist ef þær eru brotnar. Reglurnar standa vörð um lífsgildin og skapa örugga fótfestu. Annars vegar höfum við skólareglur sem eiga að stuðla að jákvæðum samskiptum og hins vegar öryggisreglur, skýr mörk, en brot á þeim er litið alvarlegum augum þar sem þær varða öryggi starfsfólks og nemenda.
Óásættanleg hegðun/skýr mörk:
- Líkamlegt og andlegt ofbeldi
- Vopnaburður
- Notkun fíkniefna
- Skemmdarverk
Þegar skýr mörk eru rofin eru eftirfarandi viðurlög en meta þarf hvert einstakt tilvik og er það hlutverk skólastjórnenda:
- Nemanda er vísað til skólastjórnenda.
- Haft er samband við foreldra og þeir beðnir að sækja nemandann.
- Daginn eftir er uppbyggingarfundur með nemanda og foreldrum. Þá er gerð áætlun um hvernig má bæta fyrir brotið og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að það eigi sér stað aftur.
Til að skerpa á hvenær hegðun er orðin óásættanleg, hvenær nemandi hefur rofið skýru mörkin, hafa nemendur og starfsfólks skólans unnið T-töflur. Í hverri töflu eru tekin dæmi um óásættanlega hegðun þar sem fjarlægja verður nemanda úr hópi. Einnig eru nefnd dæmi um minniháttar yfirsjón sem hægt er að bæta/laga inni í hópnum.
T-tafla um: Barefli og vopn
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Minniháttar yfirsjón- hægt að laga strax |
• Allir hlutir sem notaðir eru til að meiða, svo sem hnífar, oddhvassir hlutir, grjót og trjágreinar. Ásetningurinn skiptir öllu máli.. | • Hlutir hafðir meðferðis í skólann sem geta ógnað öryggi en eru ekki notaðir, svo sem vasahnífur, kveikjari o.fl. Þá er hægt að geyma hlutinn hjá kennara þar til skóla lýkur. |
T-tafla um: Ávana og fíkniefni
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Misskilningur sem hægt er að leiðrétta strax |
• Tóbak • Snuff • Áfengi • Ólögleg efni • Rafrettur | • Orkudrykkir • Lyf tekið skv. lyfseðli |
T-tafla um: Skemmdarverk
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Minniháttar brot – hægt að að laga strax |
• Vísvitandi skemmdir á eignum skólans og annarra o rúðubrot o húsgögn o tækjabúnaður o bækur o.fl. • Þjófnaður | • Smávægileg brot sem bæta má fyrir: o krot o tyggjóklessur o boltatjón • Eigur skólans og annarra skemmdar af gáleysi |
T-tafla um: Beina ógnun eða ögrun við starfsfólk og nemendur
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Minniháttar brot – hægt að reyna að laga strax |
• Hótanir með orðum, líkamstjáningu eða barefli • Síendurtekin dónaleg hegðun • Hóta illu umtali • Meðvituð truflun • Búa til hengingarsnúru • Kveikja eld í óleyfi • Sýna ógnandi hegðun • Kasta hlutum í fólk • Uppnefna starfsmann • Neita ítrekað að fylgja fyrirmælum • Að ganga út úr tíma án leyfis starfsmanns | • Skapvonska • Frekja • Kaldhæðni • Fíflagangur • Að ranghvolfa augum • Að tefja eða slóra • Merkjasendingar og tuldur • Apa eftir starfsmanni, kennara • Leggjast í gólfið og neita að standa upp |
T- tafla um: Andlegt ofbeldi
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Minniháttar brot – hægt að fá að leiðrétta strax |
• Að uppnefna síendurtekið • Augngotur og grettur (ákv. svipbrigði hjá nemendum notuð í neikvæðum niðurlægjandi tilgangi) • Hrækja • Baktala • Rógburður • Lygi • Illkvittið grín • Skilja útundan (síendurtekið) • Dónaleg merki (fingur) • Hunsa • Þögn (þegja í hel) • Neikvætt orðbragð • Fordómar • Síendurtekin stríðni:einelti • Rafrænt einelti • Myndbirtingar í leyfisleysi | • Hæðni • Fýlustjórnun • Menningarmismunur sem veldur misskilningi • Óviðeigandi athugasemdir |
T-tafla um: Líkamlegt ofbeldi
Óásættanlegt – verður að fjarlægja nemanda úr hópi | Minniháttar brot – hægt að reyna að laga strax |
• Kýlingar • Spörk • Grjótkast • Klípa • Hárreita • Beita vopnum • Bíta • Klóra • Hrinda • Hrækja • Hálstak • Klippa hár • Bróka • Snerta einkastaði annarra • Snerting án samþykkis • Ekki hætt þegar óskað er | • Leikir sem fara úr böndunum |