Skólinn

Hvolsskóli er staðsettur á Hvolsvelli og er eini grunnskólinn í Rangárþingi eystra.

Skólahérað Hvolsskóla er í austanverðri Rangárvallasýslu og nær frá Jökulsá á Sólheimasandi í austri að Eystri-Rangá í vestri. Hvolsskóli er grunnskóli með nemendur á aldrinum 6 til 16 ára og starfar í 10 bekkjardeildum. Skólanum er skipt í þrjú námsstig þ.e. yngsta stig, 1. til 4. bekkur, miðstig, 5. til 7. bekkur, og elsta stig, 8. til 10. bekkur.

Í skólanum er 219 nemendur.

Unnið er eftir þriggja anna kerfi. Haustönn er frá skólabyrjun til og með 13. nóvember. Miðönn hefst 14. nóvember og lýkur 20. febrúar. Vorönn hefst 21. febrúar og varir út skólaárið.