Royal Tea
Hvað er að ske? Þetta er gott te!
Varan- Þjónusta: Royal Tea er fyrirtæki sem er með búð þar sem viðskiptavinum er gefið hollt og umhverfisvænt te með góðum veitingum sem eru gerðar af starfsmönnum Royal Tea í búð okkar. Te og veitingar okkar er gerðar með hag jarðarinnar í huga og ræktum við allt sem mögulegt er í búð okkar til að minnka kolefnisspor okkar eins og hægt er. Royal Tea býður upp á endurvinnanlega te poka og endurvinnum rusl okkar sem hægt er. Við pössum upp á það að allar vörur séu með upplýsingar um innihalds efni og ofnæmisvalda í te og veitingum okkar.
Umhverfisstefna: Við stofnendur Royal Tea höfum það að leiðarljósi að vernda náttúruna og tökum ákvarðanir um framleiðslu og sölu með hana í huga. Umhverfið skiptir miklu máli og eru þetta þær leiðir sem við sjáum til að vera umhverfisvæn. Við bjóðum upp á tepoka sem hægt er að endurvinna eða endurnýta. Við ætlum okkur að rækta það sem hægt er hjá okkur til þess að spara flutninga og þannig minnka kolefnisspor. Allar veitingar eru gerðar á staðnum. Ef einhver ætlar að taka með sér te eða veitingar okkar munum við gefa þeim endurnýjaða poka til að hugsa um náttúruna.
Jafnréttisstefna: Við hjá Royal Tea pössum upp á að allir sem vinna fyrir okkur líði vel og fái jöfn laun sama hvaða kyn þau eru. Meiri partur af starfsmönnum Royal Tea eru kvenkyns. Starfsmenn geta verið af hvaða þjóðerni sem er. Tungumála kunnátta verður þá til staðar þannig að allir fá góða þjónustu. Royal Tea er fyrir alla sama hvaðan þau eru og hvernig þau eru. Á veitinga staðnum er rampur og lyfta (ef þeir eru með einhverja fötlun). Markmiðið okkar er að allir viðskiptavinum okkar, sama hvaða aldri þau eru að það líði öllum vel.
Um okkur
Kristján Birgir
Ég heiti Kristján Birgir Buhl Eggertsson. Ég er fæddur 26. október 2007 og ólst upp á Hvolsvelli. Áhugamál mín eru fótbolti og borðtennis.
Elín Kristín
Ég heiti Elín Kristín Ellertsdóttir. Ég er fædd 28. Mars 2007. Ég ólst upp á Hvolsvelli og hef áhuga á teiknun/ grafískri hönnun og er mikið fyrir tölvuleiki.
Katrín Eyland
Ég heiti Katrín Eyland Gunnarsdóttir. Ég er fædd 12. Janúar 2007 og ég ólst upp í sveit. Ég hef áhuga á hestum, fimleikum/dans og að lita/mála
Gerda
Ég heiti Gerda Cernava. Ég er fædd 9. janúar 2007 í Lettlandi, en þegar ég var 9 ára flutti ég til Íslands. Áhugamál mín eru ljóðlist, lestur, að baka, að blogga, föndur og að tromma.
Áhuginn á hugmynd okkar kviknaði frá minningu úr barnæsku hennar Gerdu. Hlutverk okkar hjá fyrirtækinu er að bjóða upp á gott te sem er hollt fyrir mann sjálfan og náttúruna.
Hafðu samband
Staðsetning hússins er á Vallarbraut, en við munum aðallega bjóða upp á te og veitingar á kynningardeginum í Hvolnum. Opnunartímar Mánudaga-Sunnudaga 9:00-21:00.