Lífsgildi Hvolsskóla
Gildi skólans voru valin á UTÁ þingi þar sem fulltrúar nemenda og starfsfólks funduðu. Gildi skólans eru: Gleði, vinátta og virðing. Haustið 2018 var útbúið skilti sem byggist á verkefnum nemenda en litlu orðin liggja að baki gildunum. Grænu orðin skilgreina gleði, rauðu orðin vináttu og gulu orðin skilgreina virðingu.
