Í dag fór fram ræðukeppni Hvolsskóla 2024 en þar öttu kappi þeir nemendur af elsta stigi sem efstir stóðu í sínum árgangi eftir bekkjarkeppni. Fjórir nemendur voru valdir úr hverjum bekk og því alls tólf sem fluttu ræður sínar í morgun. Fulltrúar 8. bekkjar voru þau Bryndís Halla Ólafsdóttir, Eyvör Vaka Sigríðardóttir, Unnur Kristín Sigurðardóttir og Úlfhildur Vaka Pétursdóttir. Fulltrúar 9. bekkjar voru þau Auður Ágústsdóttir, Guðjón Ingi Guðlaugsson, Jórunn Edda Antonsdóttir og Oskar Bartosz Parciak. Fulltrúar 10. bekkjar voru þau Bergrún Ágústsdóttir, Eik Elvarsdóttir, Elísabet Vaka Guðmundsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir.
Dómarar keppninnar voru þau Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Rafn Bergsson og þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma í verkefnið.
Efst stóðu þær Unnur Kristín í 3. sæti, Elísabet Vaka í 2. sæti og Eik í 1. sæti og er því ræðumaður Hvolsskóla 2024.
Til hamingju öll með frábæran árangur.
Meðfylgjandi er mynd af keppendum ásamt kennara sínum, Önnu Kristínu Guðjónsdóttur.