Veskjavörur
Varan
Hver kannast ekki við það að vera þreyttur í kennslustund og þurfa að glósa af töflu eða úr bók og hreinlega ekki nenna því. Ef þú tilheyrir þessum hópi þá er Myndavélar pennaveskið full komið fyrir þig. Þetta pennaveski er með innbyggða myndavél sem þú getur notað í staðinn fyrir glósubók. Þegar myndin er tekin getur þú fengið hana upp í appi í símanum þínum sem hægt er að sækja á Play store eða Apple store. Við erum þau fyrstu og einu sem seljum þess konar vörur.
UMHVERFISSTEFNA
Við í veskjavörum viljum hafa vörur okkar eins umhverfisvænar og hægt er. Innihald varanna verður úr skaðlausum efnum sem eiga að geta brotnað upp í náttúrunni án þess að skaða umhverfið.
Varan verður framleidd hér á landi og þá þarf ekki að flytja vörurnar frá öðrum löndum með bát eða flugvél. Kaupendur geta annars lesið á heimasíðu okkar hversu mikil mengun fer í flutning. Notaður verður umhverfisvænn orkugjafi til að framleiða vörurnar.
Það verður farið vel með starfsmenn, engin börn verða látin vinna og það verða borguð sanngjörn laun fyrir alla starfsmenn.
Veskjavörur munu bjóða fólki að skila gömlum eða skemmdum pennaveskjum frá fyrirtækinu okkar til þess að við getum endurunnið pennaveskið og flokkað rétt. Einnig verður varan seld í endurvinnanlegum umbúðum. Það verður merking á vörunni hvernig hún flokkast.
Við hjá Veskjavörum stefnum á að fá gáma til þess að flokka rusl fyrir utan höfuðstöðvarnar á næstu árum.
Fyrirtækið stefnir á að fá Fairtrade gæðastimpil fyrir árið 2040 með því að sjá til þess að launin séu sanngjörn og einnig langar okkur að fá Svansvottun fyrir 2040 með því að uppfylla strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru.
JAFNRÉTTISSTEFNA
Hjá Veskjavörum á aldrei að vera meira en 70% kynja mismunur. Allir starfsmenn sama hvaða kyn þeir eru þá eiga þeir að fá jafnt borgað fyrir jöfn störf. Sama hvaða kyn þú ert þá áttu rétt á því að allir komi vel fram við þig.
Það verður auðvitað horft til allra þjóðfélagshópa og enginn hópur verður útilokaður. Allir sem vilja geta notað þessa vöru það er létt að læra á hana og síðan munu vera leiðbeiningar með vörunni þegar þú færð hana. Leiðbeiningarnar munu vera á mörgum tungumálum.
Um okkur
Gísli:
Ég heiti Gísli Jens Jóhannsson og bý á sveitabænum Fit undir Vestur-Eyjafjöllum. Ég er 15 ára og helsta áhugamálið mitt er fótbolti. Hugmyndin kom til mín er ég var staddur í náttúrufræðitíma hjá Þórunni Óskars snemma að morgni og var of þreyttur til þess að glósa. Þá hugsaði ég með mér hvað það væri gott að taka mynd af töflunni og skoða síðar en kennarinn leyfði ekki síma þannig að ég tók það að mér að hanna og búa til einstaka vöru með nokkrum vinum. Ég er hugmyndasmiður og gjaldkeri hjá Veskjavörum.
Valur:
Ég heiti Valur Ágústsson og er frá Butru í Fljótshlíð. Ég er 16 ára og áhugamálin mín eru að hreyfa mig og fíflast. Þegar ég heyrði hugmyndina hans Gísla fyrst þá fannst mér hún nokkuð góð og gagnleg. Ég er formaður í stjórn Veskjavara ehf.
Ísabella:
Ég heiti Ísabella Lára Walther og ég er 15 ára gömul. Ég er frá Danmörku og Íslandi en er alin upp mest af tímanum mínum á Hvolsvelli. Helstu áhugamálin mín er handavinna og hitta vini. Hugmyndin kom frá Gísla og mér fannst hún bara sniðug og getur nýst vel í grunnskóla þar sem það má ekki vera með símann sinn í tíma. Ég er markaðsstjóri hjá Veskjavörum.
Hafðu samband
Hægt verður að fá vöruna okkar í öllum helstu verslunum eftir næstu mánaðarmót. Frekari spurningar er hægt að senda í tölvupósti á gmailið: veskjavorur@gmail.com og einnig höldum við út Instagram síðunni veskjavorur.