Færiband

Við hér í Færibandinu viljum segja ykkur aðeins hvernig fyrirtækið okkar virkar.


Varan- þjónustan 

Ertu oft sein/n á ferðinni og það er allt lokað þegar þú mætir á staðinn? 

Þá erum við með hina fullkomnu lausn fyrir þig. 

Færibandið virkar þannig að þú pantar vörurnar með appi. Appið býður upp á ákveðna vöruflokka mismunandi eftir dögum og fer allt eftir því hvað er vinsælast og söluhæst í hverri viku í Krónunni. Það er alltaf fyllt á hillurnar á morgnana og kvöldin en fer allt eftir hversu mikið er að gera.  Þú keyrir að Krónunni og ferð að bílalúgu þar og sækir vörurnar í sjálfsafgreiðslu á stuttum tíma. Þú getur valið að fá vörurnar strax eða á ákveðnum tíma. Þessi þjónusta er einstök vegna þess að það er ekki til nein þjónustur á landinu sem eru með svona skipulag og selur matvörur án starfsmanna sem vinna allan sólarhringinn. 


Færibandið í stuttu máli

Við fengum hugmyndina að stofna fyrirtækjið færibandið útfrá tveimur frábærum hugmyndum sem við blönduðum saman, fyrri hugmyndir var að hafa færiband sem mundi flytja mat a disk til viðskiptavina og seinni að það væri afgreiðslu lúga á búð sem einhver mundi vinna í. við ákváðum að sameina þessar hugmyndir þannig að þetta væri lúga þar sem þú getur pantað mat eða vörur frá og það mundi detta á færibandið sem mundi svo flytja vöruna til þín.


Hvers vegna að hafa lúgu sem er opin allan sólarhringinn?

Ef að þú ert til dæmis með sofandi barn í bílnum, meidd(ur), eða bara á hraðferð eða það vantar allt í einu eitthvað um nóttina hvöldið eða snemma morguns þá er hægt að keyra eða labba í lúguna panta þér það sem þú þarf.


Opnunartímar

Það er opið allan sólarhringinn.


Umhverfisstefna

Svanurinn og Regnskógarfroskurinn

Við stefnum á að ná vottun af umhverfisvænu merkjunum Svanurinn og Regnskógarfroskurinn og tökum þeirri stöðu mjög alvarlega því að við viljum að vörurnar sem við erum með í búðinni séu bæði umhverfislegra sjálfbærar en líka að það sé lágmörkun á notkun hættulegra efna í framleiðslu og þjónustu vörunum okkar. 

Hvernig ætlum við að ná því?

Við ætlum að reina að hafa meiri partin af vörunum okkar vörur sem eru partur af Svanamerkinu eða regnskógarfroskinum.


Jafnréttisstefna

Kynjahlutfallið í fyrirtækinu okkar er 50% stelpur og 50% strákar.

 Við í Færibandinu viljum að allir fái tækjifæri á að sækja um starf hjá okkur, skiptir ekki máli hvort þú sért kona, karl eða kvár, hvort þú sért með fötlun eða eitthverja aðra súkdóma. Við viljum að allir fái jöfn laun fyrir sömu vinnu og að allir fái tækifæri til endurmenntunar. Þjónustan er í boði fyrir alla þjóðfélagshópa, það eru engir hópar útilokaðir.


Um okkur

Baldur Bjarki Jóhannsson. Ég er 15 ára og verð 16 ára í desember. Ég er ættaður úr Fljótshlíðinni og Eyjafjöllum . Ég bý á bæ undir Eyjafjöllum sem heitir Fit. Áhugamál mitt er fótbolti. Það sem kveikti áhuga minn á þessari vöru var að oft þarf maður að komast í búðina og stundum er maður bara á Hvolsvelli eftir lokunartíma í búðinni. Hlutverk mitt hjá fyrirtækinu er forstjóri.   

Birkir Rúnar Björgvinsson. Ég er 15 ára og verð 16 ára í júní. Ég er ættaður úr Austur-Landeyjum og Vestur-Landeyjum. Ég bý á bæ sem heitir Vorsabær í Austur-Landeyjum. Áhugamálið mitt er fótbolti. Það sem kveikti áhuga minn á þessari þjónustu er að maður getur keypt í matinn eftir lokun hjá Krónunni. Hlutverk mitt í fyrirtækinu er aðstoðar verslunarstjóri.

Sofiya Melnyk. Ég er 16 ára. Ég er frá Úkraínu og ég bý í Austur-Landeyjum. Áhugamálin mín eru körfubolti og að hlusta á tónlist. Það sem kveikti áhuga minn á þessari þjónustu var að stundum þarf ég að kaupa eitthvað í búðinni en hún er lokuð. Hlutverk mitt í fyrirtækinu er deildarstjóri.

Thelma Sif Árnadóttir Falk. Ég er 15 ára, verð 16 í júní. Ég er ættuð frá Jacksonville Flórída/ Reykjavík og bý á Hvolsvelli. Áhugamálin mín eru tónlist og að spila. Það sem kveikti áhuga minn á þessari þjónustu var að mér fannst vanta búð sem væri opin 24/7 því mig vantar alltaf eitthvað þegar búðin er lokuð. Hlutverki mitt innan fyrirtækisins er Markaðsstjóri.


Hafðu samband

Krónan
Austurvegi 4
860 Hvolsvöllur