Hvolló bakarí
þú kemur einu sinni og kemur alltaf aftur
you come ones but you will always come back
Hvolló bakarí, komið í allra besta bakarí bæjarins jafnvel besta bakarí landsins.
Í bakaríinu verða flest öll okkar hráefni beint frá býli, við munum hafa bestu góðgætin og hollustuna á allra bestu verðum landsins.
Við í Hvolló bakaríi erum að nýta okkur gömlu leikskólabygginguna að Hvolsvegi 35 og búa til bakarí þar.
Jafnréttisstefna:
Laun eru jöfn milli allra kynja. Við ráðum öll kyn í öll störf í Hvolló bakarí.
Allir starfsmenn hafa það tækifæri til að tjá sig og koma með athugasemdir um hluti í fyrirtæki okkar.
Öll fólk frá öllum þjóðum er velkomið að vinna hjá okkur.
Hjá okkur í Hvolló bakarí er passað uppá pláss fyrir hjólastól.
hjólastólarampur er hjá hurð.
Aldurstakmark að vinna við afgreiðslukassann og eldhús þrif er 14 og eldri.
bílstjórinn sem keyrir hráefnið til okkar þarf að vera með viðeigandi próf á hina ýmsu bíla.
Bakarar þurfa að vera lærðir bakarar.
Við pössum að vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreiti og kynferðislegri áreiti innan fyrirtækisins.
Umhverfisstefna:
Flest öll okkar góðgæti sem við höfum eru beint frá býli og eru búin til í bakaríinu.
Það verður innihaldslýsing á hráefni á vörulista hjá okkur svo t.d. ofnæmis sjúklingar geta séð. Það verða engin skaðleg efni fyrir náttúruna notuð í okkar mat.
Í staðinn fyrir þá mengun sem verður í vöruframleiðslu og við flutning á hráefninu sem við notum munum við planta viss mörgum trjám til að kolefnisjafna. Við munum bjóða almenningi að koma með okkur í ferðirnar þegar við förum að kolefnisjafna, allt frá okkur er með umhverfisvænum efnum.
Við pössum vel upp á að kynna okkur býlin áður en við kaupum vörur af þeim. Við kynnum okkur vinnuferlið af vörunum og tryggjum að mannréttindi séu ekki brotin.
Ef það eru afgangar hjá okkur gefum við hænunum okkar afgangana og bökum svo t.d. brauð og kökur með eggjunum. Þegar borðað á staðnum hjá okkur eru fjölnota diskar og hnífapör notuð. Ef fólk tekur með sér heim fær það umhverfisvæna pappapoka. Við hvetjum samt fólk endilega að borða hjá okkur og eyða gæðastund með fjölskyldu og vinum. Svo er líka hægt að koma ein og njóta kyrrðarinnar hjá okkur.
Í fyrirtækinu munum við hafa það þannig að fólk geti flokkað hvaða rusl sem er í réttan flokk og hafa mismunandi ruslatunnur fyrir mismunandi rusl.
Um okkur:
Viktor Máni Maagaard Ólafson er 14 ára gamall hann býr á bænum Miðkoti. Hann hefur áhuga á að keyra traktor og spila körfubolta. það sem kveikti áhugan hjá Viktori með þetta fyrirtæki er að honum finnst gaman að tala við fólk og afgreiða. Viktor vinnur við að afgreiða við kassann.
Sigríður Ýrr Björnsdóttir er 14 ára gömul. Hún er býr í Gilsbakka 9 á Hvolsvelli. Hún hefur áhuga á að stunda nokkrar íþróttir t.d. fimleika, silki, skauta o.fl. Það sem kveikti áhugann hjá henni með þetta fyrirtæki að henni finnst gaman að geta bakað og unnið með skemmtilegu fólki í bakaríinu. Sigríður vinnur sem bakari í bakaríinu.
Margrét ósk Guðjónsdóttir er 14 ára gömul. Hún býr í Miðtúni rétt fyrir utan Hvolsvöll. Hún hefur áhuga á fótbolta og henni finnst gaman að syngja. Það sem kveikti áhugann hjá Margréti með þetta fyrirtæki var að henni finnst notalegt að vinna í rólegheitum og tala við kúnnanna. Margrét vinnur við að afgreiða framtíðar kúnnanna okkar.
Elísabet Vaka Guðmundsdóttir er 14 ára gömul. Hún býr á Hvolsvelli. Hún hefur áhuga á hestum og fótbolta. Það sem kveikti áhugann hjá Elísabetu með þetta fyrirtæki er að henni finnst gaman að baka og þægilegt að njóta einhverstaðar í kyrrð og ró með góðan mat og kakó. Elísabet vinnur við að afgreiða við kassann, ber fram matinn og hjálpar stundum bökurunum.
David Adam Dabrowski er 14 ára gamall. Hann býr á Hvolsvelli. Hann hefur áhuga á fótbolta. Það sem kveikti áhugann hjá honum David er að honum finnst gaman að baka. David vinnur við að baka í bakaríinu.
Besta kakóið
Besta brauðið
Besta kakan
Hafðu samband.
Sími: 487-5665
opnunartími
mánudagur-föstudags 12:00-16:00
laugardagur-sunnudags 10:00-16:00