Varan:
Ertu orðin leið/ur á því að þurfa að bíða eftir að ísinn þinn þiðni þegar þú tekur hann upp úr frysti? Þá er ég með fullkomnu lausnina fyrir þig! Hitaskeiðina!, Hitaskeiðin getur kólnað eða hitnað með því að ýta á bara einn takka. Og þá er ekkert mál að kúla ísinn upp úr boxinu á núll einni.
En gettu hvað, við erum líka með ís! Eru ekki allir orðnir leiðir á Ben and jerry´s og Magnum? Við búum til allskonar nýjar og bragðgóðar tegundir eins og þrist, milka og margt fleira. En svo erum við auðvitað með þá venjulegu, vanillu, súkkulaði og jarðaberja.
Umhverfisstefnan .
Við erum með mjög skýra umhverfisstefnu. Við ætlum ekki að láta fyrirtækið okkar hafa nein áhrif á dýralíf jarðar. Og ef við þurfum að flytja vörur langa leið munum við gróðursetja tré til að bæta upp fyrir alla mengun sem við völdum. Við munum nota eins náttúruleg efni og hægt er fyrir ísskeiðarnar okkar. Og umbúðirnar verða algjörlega endurnýjanlegar og umhverfisvænar. En við reynum að gera þessar vörur eins umhverfisvænar og hægt er. Aðeins stofnendur fyrirtækisins munu vinna þar og munu allir fá sanngjörn laun og sanngjarnan vinnutíma. Einnig munum við flokka allt rusl sem kemur við flutninga og gerð ísanna og skeiðanna. Og munum við stefna á að fá gæðastimplana Fairtrade með því að allir starfsmenn okkar fái sanngjörn laun. Við ætlum einnig að stefna á að fá FSC merkið með því að gróðursetja tré og passa að fyrirtækið okkar bitni ekki á neinum dýrum.
Jafnréttisstefnan okkar.
Það skiptir okkur miklu máli að hafa góða jafnréttisstefnu . Það er jafnt kynja hlutfall milli starfsfólks og eru gefin jöfn laun til beggja kynja. Það hafa líka allir í fyrirtækinu okkar rétt á námi og menntun. og erum við með góða aðstöðu fyrir fatlaða. Við gerum einnig ekki upp á milli þjóðfélagshópa við seljum vöruna og ísinn okkar til allra sem vilja. Og við vonum að allir geti notað vöruna okkar og geti borðað þennan frábæra ís.
Um okkur
Helga Dögg Ólafsdóttir er 14 ára og býr á Hvolsvelli. Og áhugamálið hennar er fótbolti. Hún er forstjóri og starfsmaður í versluninni.
Alexander Ívar Helgason er 14 ára og býr á Hvolsvelli. Og áhugamálið hans eru tölvuleikir. Hann er markaðsstjóri og starfsmaður í versluninni.
Sigurður Kári Sveinbjörnsson er 14 ára og býr á Hvolsvelli. Og áhugamálið hans er bílar. Hann er gjaldkeri og starfsmaður í versluninni.
Védís Ösp Einarsdóttir er 14 ára og býr á Hvolsvelli og áhugamálið hennar er fótbolti. Framkvæmdarstjóri og starfsmaður í versluninni.
Það sem kveikti áhugann á að búa til þessar skeiða var að við viljum létta lífið fyrir fólk sem vinnur í ísbúðum og þarf að kúla harða ísa. Þetta mun líka spara mikinn tíma og gera það helmingi auðveldara að fá sér ís.
Hafðu samband
Það er hægt að lesa allt um ísskeiðarnar og ísinn á heimasíðunni okkar. það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið hvolsis23@gmail.com . Einnig í gegnum hvolsis á Instagram. Og verður hægt að panta þar. Við munum aðallega selja til fyrirtækja en ef þið eruð með sér pantanir þá má senda á okkur allan sólarhringinn og við munum reyna að svara eins fljótt og hægt er