Í dag fór fram ræðukeppni Hvolsskóla 2023. Þar öttu kappi þeir nemendur í 8.-10. bekk sem efstir stóðu að aflokinni bekkjarkeppni sem fram fór í gær. Þetta voru þau Guðjón Ingi Guðlaugsson, Jórunn Edda Antonsdóttir og Oskar Bartosz Parciak úr 8. bekk. Þau Elísabet Vaka Guðmundsdóttir, Helga Dögg Ólafsdóttir, Margrét Ósk Guðjónsdóttir og Þórður Kalman Friðriksson úr 9. bekk. Úr 10. bekk voru það þær Elín Kristín Ellertsdóttir, Lovísa Rós Hlynsdóttir, Ólafía Ragnheiður Þórðardóttir og Sofyia Melnik sem kepptu fyrir hönd bekkjarins.
Dómarar í dag voru þau Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Gyða Björgvinsdóttir og Hermann Árnason sem jafnframt var formaður dómnefndar. Við þökkum þeim kærlega fyrir vel unnið starf.
Mat dómara var að hópurinn allur væri mjög sterkur og réði því bitamunur en ekki fjár úrslitum eins og formaður komst að orði. Efst stóðu þó þau Þórður Kalman í 3. sæti, Lovísa Rós í 2. sæti og Elísabet Vaka sem bar sigur úr bítum. Meðfylgjandi mynd er af þeim sem efst stóðu. Fleiri myndir eru á fésbókarsíðu Hvolsskóla.
Innilega til hamingju öll sömul með árangurinn.