Þá hefur nóvember göngu sína og styttist óðum í haustannarlok. Nemendur skólans undarbúa þessa dagana Dag íslenskrar tungu en venju samkvæmt verður hér hátíðardagskrá frá morgni til kvölds. Nemendur í 10. bekk æfa stíft upplestur á Njálu og sér og öðrum til glöggvunar á ættum og tengingum hafa nemendur verið að vinna verkefni í íslensku sem sjá má á veggjum skólans.
Dag íslenskrar tungu höldum við hátíðlegan þann 12. nóvember að þessu sinni þar sem þann 16. ber upp á laugardegi. Hátíðargestur okkar er Harpa Rún Kristjánsdóttir en hún hlaut nýlega bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Eddu.
Þann 13. nóvember er síðan skipulagsdagur, þann 14. nóvember er foreldradagur og þann 15. nóvember annarleyfi eins og sjá má á viðburðardagatali hér til vinstri sem og skóladagatali.