Upplestrakeppni 7. bekkjar

Í gær fór Upplestrarkeppni 7. bekkjar á skólaþjónsustusvæðinu okkar fram í Vestmannaeyjum. Fyrir hönd Hvolsskóla kepptu þau Hjalti Kiljan Friðriksson og Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir. Varamenn þeirra voru þau Kara Kristín Lárusdóttir og Sæþór Elvar Jóhannsson. Þessi hópur skundaði til Eyja ásamt kennara sínum henni Svanborgu Eyglóu Óskarsdóttur og stóðu þau sig frábærlega. Hjalti Kiljan hampaði 2. sætinu í keppninni.

Annars urðu úrslit þessi:

  1. sæti: Tinna Lind Brynjólfsdóttir frá Laugalandsskóla
  2. sæti: Hjalti Kiljan Friðriksson frá Hvolsskóla
  3. sæti: Hrafnkell Darri Steinsson frá Grunnskóla Vestmannaeyja

Innilega til hamingju með árangurinn öll sömul.