Í dag fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7.bekkjar. Nemendur byrjuðu á að lesa texta úr þekktum barnabókum og síðan lásu þau upp ljóð að eigin vali. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma og stóðu þau sig öll afar vel. Einnig var gaman að heyra hve fjölbreytt val var hjá þeim í ljóðaflutningi og greinilegt að þau hafa lagt bæði vinnu og metnað í þennan viðburð. Sigurvegarar sem fara áfram í stóru upplestrarkeppnina að þessu sinni eru þau Hjalti Kiljan Friðriksson og Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir sem aðalmenn og sem varamenn, Sæþór Elvar Jóhannsson og Kara Kristín Lárusdóttir. Óskum við þeim til hamingju og góðs gengis í stóru upplestrarkeppninni sem fram fer þann 13. maí n.k.
Þá er komið að vetrarlokum og sumarið tekur við. Óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að það verði okkur hagfellt.