Í dag fóru nemendur og starfsmenn Hvolsskóla í páskafrí eftir viðburðaríkar vikur að undanförnu. Nemendur í 7.-10. bekk voru á sameiginlegri árshátíð skólanna á Klaustri, Vík, Laugalandi og Hellu sem fram fór í Þykkvabæ í gærkvöldi. Þessir nemendur voru því í fríi í dag eftir vel heppnaða hátíð og mikinn dans fram til kl. 23.
Á yngsta stigi var venju samkvæmt opið hús í dag og slógu páskaungarnir í gegn að vanda. Ungað var út hér í skólanum og fylgdust nemendur með því ferli öllu og hafa verið 10 landnámshænu-ungar í búri inni á yngsta þessa viku.
Við óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar og sjáumst hress að morgni þriðjudags 22. apríl en þá hefst kennsla að nýju samkvæmt stundatöflu.