Í morgun mættu hinar ýmsu kynjaverur hér í hús enda öskudagsdagskrá framundan. Að venju var hátíð í íþróttahúsinu þar sem búningaklædd börn og fullorðnir marseruðu um salinn og slógu síðan köttinn úr tunnunum. Um hádegisbil skunduðu síðan börn af stað út í þorp að „sníkja“ nammi hjá fyrirtækjunum í staðinn fyrir hugljúfan söng.
Fleiri myndir í myndasafni.