Ræðukeppni Hvolsskóla

Í dag fór fram Ræðukeppni Hvolsskóla en þar etja kappi þeir fjórir sem stóðu efstir í bekkjarkeppnum á elsta stigi. Ræðumenn 8. bekkjar voru þau: Bjarni Ársælsson, Karólína Ösp Elíasdóttir, Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Steingrímur Ari Helgason. Ræðumenn 9. bekkjar voru þær: Bryndís Halla Ólafsdóttir, Fanndís Lilja Lárusdóttir, Unnur Kristín Sigurðardóttir og Úlfhildur Vaka Pétursdóttir. Ræðumenn 10. bekkjar voru þau: Elín Fríða Geirsdóttir Waage, Guðjón Ingi Guðlaugsson, Heiðrún Pálsdóttir og Jórunn Edda Antonsdóttir. Hópurinn stóð sig virkilega vel og við óskum þeim öllum til hamingju.

Dómarar dagsins áttu erfitt val fyrir höndum að keppni lokinni. Að þessu sinni voru þau Elísa Elíasdóttir, Rafn Bergsson og Stefán Friðrik Friðriksson dómarar ræðukeppninnar og þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma til að sinna þessu verkefni hjá okkur.

Niðurstöður dagsins voru að í 3. sæti varð hún Unnur Kristín, í 2. sæti varð hann Guðjón Ingi og titilinn Ræðumaður Hvolsskóla 2025 hreppti hún Bryndís Halla Ólafsdóttir. Innilega til hamingju krakkar með flottan árangur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá áður nefndan hóp ásamt henni Önnu Kristínu Guðjónsdóttur íslenskukennara.

Fleiri myndir verða aðgengilegar í myndasafninu á síðu Hvolsskóla.