„Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ Á meðfylgjandi mynd má sjá nýárssólina teygja geisla sína inn um frostrósarskreyttan fjárhúsglugga. Vonandi boðar hún gott, allavega var ljúft að byrja nýtt ár á fallegu veðri.
Við í Hvolsskóla óskum ykkur öllum gleðilegs árs um leið og við þökkum samstarf og samverustundir á því herrans ári 2024 sem rann sitt skeið. Megi nýtt ár verða öllum farsælt og hamingjuríkt.
Við tökum fagnandi á móti 2025.