Frá 2016 hefur Hvolsskóli verið símalaus í desember og því briddað upp á ýmsu þá daga og hefur það að púsla oft einkennt elsta stigið á þessum tíma.
Nemendafélagið í ár hefur skipulagt mikla dagskrá fyrir elsta stigið að þessu sinni og má þar nefna að stjórn nemendafélagsins útbjó kakó og bar fram með piparkökum í einum frímínútunum í síðustu viku, það var efnt til kappáts annan daginn, limbókeppni í enn öðrum frímínútum og síðasta föstudag var skellt í bingó svo eitthvað sé nefnt. Það vantar ekki hugmyndaflugið og framtakssemina og virðast krakkarnir njóta vel í aðdraganda jólanna. Framundan eru fleiri uppákomur alveg fram að jólagleði sem haldin er næstkomandi fimmtudag, áður en hópurinn heldur út í jólafríið.
Fleiri myndir birtast í myndaalbúmi hér á síðunni.