Grænfáninn í afhentur í áttunda sinn

Í morgun fengum við úttektaraðila frá Landvernd til okkar þar sem við vorum að sækja um að fá Grænfánann afhentan í áttunda sinn en það þurfum við að gera á tveggja ára fresti. Til að fá fánann dugir ekki að halda einungis í horfinu, við þurfum að efla starfið jafnt og þétt. Það er ekki einkamál einnar nefndar í húsi að hafa málin í góðum farvegi, það er verkefni okkar allra; nemenda, starfsmanna og samfélagsins í heild. Stolt tilkynnum við hér með að skólinn fékk fánann afhentan í morgun sem og mikið hrós fyrir þau verkefni sem eru í gangi.

Meðfylgjandi mynd er af Ósk frá Landvernd, Þórunni verkefnastjóra okkar og krökkunum í umhverfisnefndinni að taka við fánanum.