Fimmtudaginn 24. október síðastliðinn var opið hús hér í Hvolsskóla en þá fór upplestur á Brennu-Njálssögu fram. Var þetta í tuttugasta skipti sem 10. bekkingar Hvolsskóla leiklesa Njálu með þessum hætti. Mikil dagskrá önnur var hér á þessum hátíðardegi en allir bekkir skólans voru með atriði í dagskrá á þessum degi. Anton Kári sveitarstjóri setti hátíðina kl. 8:15 um morguninn en strax að setningu lokinni hófst lesturinn. Lesarar lásu síðan til að verða kl. 17 með hléum þegar aðrir bekkir stigu á stokk.
Heiðursgestur að þessu sinni var Auður Friðgerður Halldórsdóttir fyrrum kennari við Hvolsskóla en hún ásamt Halldóru Kristínu Magnúsdóttur fyrrum aðstoðarskólastjóra við Hvolsskóla, hóf þetta verkefni fyrir 20 árum.
Lesarar stóðu sig með stakri prýði enda búnir að æfa vel fyrir daginn.
Fleiri myndir eru hér í myndaalbúmi.