Um liðna helgi fór Landsmót barnakóra fram hér á Hvolsvelli. Landsmótið er haldið á vegum Tónmenntakennarafélags Íslands og var þetta tuttuguasta og annað Landsmótið sem haldið er. Þau Ingibjörg Erlingsdóttir og Stefán Þorleifsson voru mótstjórar og sáu um allar útsetningar.
Á mótinu voru samankomnir 11 kórar víðs vegar frá Suðurlandinu og samtals um 200 börn. Til gamans má geta þess að Kór Hvolsskóla átti þarna 43 börn í hópnum.
Kórarnir gistu í skólanum og sáu foreldrar kórmeðlima úr Hvolsskóla um matseldina alla. Allur ágóði af þeim hluta rennur til Kórs Hvolsskóla sem styrktur var ríkulega af SS, Krónunni, MS og Kjörís. Kærar þakkir til ykkar allra styrktaraðila og allra annarra sem stóðu vaktina sem og stóðu að þessu móti sem heppnaðist í alla staði mjög vel.