…þarna fór ég!
Hvolsskóli gekk á fjóra tinda í héraði síðasta miðvikudag en það er árleg hefð til tólf ára núna. Markmið ferðanna er að barn sem stundar nám við skólann í 10 ár hafi gengið á tíu tinda í héraði að grunnskólagöngu lokinni. Leikskólinn hefur tekið upp þann sið núna síðustu ár að ganga sama dag með elsta árgang sinn á Hvolsfjall. Þetta er skemmtilegur siður sem við höldum fast í og tilhlökkun bæði hjá börnum og fullorðnum þegar nálgast göngudaginn.
Hóparnir voru seigir að koma sér upp á tinda og virðast eflast í sportinu á milli ára sem er ánægjulegt að sjá. Seiglan eykst með ári hverju en hún er mikilvægur fylgifiskur inn í framtíðina.
Myndir er að finna í myndasafni hér á síðunni.
