Á þriðjudaginn lauk skemmtilegu Harry Potter þema á elsta stigi. Nemendum á stiginu hafði verið skipt upp í heimavistir og unnu hóparnir að því að skreyta vistina sína, safna stigum með ýmsu móti, æfa dans og etja kappi í quidditch svo eitthvað sé nefnt. Á lokadeginum var úrslitaleikur í quidditch á milli Gryffindor og Hufflepuff þar sem Gryffindor bar sigur úr bítum eftir skemmtilega keppni. Dómnefnd skipuð þeim Árnýju Láru Karvelsdóttur, Bjarka Oddssyni og Elínu Elfu Magnúsdóttur, skoðaði vistirnar og gaf þeim stig. Í stigakeppninni bar Slytherin sigur úr bítum og hlaut heimavistarbikarinn. Einnig dæmdi sama dómnefnd, að viðbættri Elínu Bjarnadóttur danskennara, í danskeppninni þar sem Huffelpuff sigraði. Ravenclaw fékk sérstaka viðurkenningu fyrir „baráttusönginn“ sem hópurinn samdi og fluttu við ýmis tilefni.
Verkefnið vakti mikla lukku í skólanum og skemmtu starfsmenn sér ekki síður vel en nemendur. Nemendur hafa talað um hvað það hafi verið gaman að kynnast samnemendum, ekki síst á milli bekkja og því er verkefnið að heppnast einstaklega vel hvað hópefli og samvinnu varðar.
Verkefnið smitaðist að sjálfsögðu niður í yngri hópa og má nefna að yngsta stig hefur verið með lestarátak í gangi sem tengt er við Harry Potter. Einnig hefur verið horft á myndirnar og hlustað á söguna.
Fleiri myndir af þemadögunum er á fésbókarsíðu Hvolsskóla.