Þá hefur elsta stig Hvolsskóla tekið breytingum og starfar nú undir merkjum Hogwartsskóla og Harry Potters. Nemendum hefur verið skipt upp þvert á bekki, í fjórar heimavistir. Heimavistirnar vinna nú að því að safna stigum, skreyta vistirnar og undirbúa Quidditch leikinn þar sem heimavistirnar keppa í íþróttahúsinu. Samhliða þessu sinna krakkarnir öðru námi sínu í skólanum. Kennslan hefur verið brotin upp og er gjarnan unnið með verkefni sem tengjast Harry Potter.
Flokkunarathöfnin fór fram síðasta föstudag þar sem nemendum var raðað á heimavistir. Það eru spennandi dagar framundan og gaman að fylgjast með því hvernig umhverfið tekur stakkaskiptum sem og samvinnu krakkanna þvert á bekki.
Opið hús verður þriðjudaginn 13. febrúar og verður nánar auglýst síðar.