Í dag fór fram jólagleði í skólanum þar sem nemendur tóku þátt í pakkaleik í stofum sínum, fengu jólasveina í heimsókn með jólakort og dönsuðu í kringum jólatréð. Nemendur á elsta stigi öttu kappi í Gettu betur þar sem 10. bekkur stóðu uppi sem sigurvegarar með 26 stig, 9. bekkur með 24 stig og 8. bekkur með 21 stig.
Nemendur hafa nú haldið heim á leið í jólafrí en mæta hér að nýju þann 3. janúar en þá hefst kennsla.
Við í Hvolsskóla óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og velfarnaðar á nýju ári um leið og við þökkum samstarf og samfylgd á árinu sem er að líða. Hafið það sem allra best.
Fleiri myndir af jólagleðinni eru á fésbókinni okkar.