Þriðjudaginn 24. október er boðað til kvennaverkfalls en þá eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Vegna þessa verður breyting á starfsemi stofnanna sveitarfélagsins.
Íþróttamiðstöðin
Það verður opið í sund, rækt og í íþróttasal. Tveir karlar verða á vakt en það hefur áður komið upp, vegna forfalla, að einstaklingar af sama kyni hafi verið á vakt og því verður sá háttur hafður á núna.
Hvolsskóli
Öll kennsla fellur niður í Hvolsskóla og Skjólið verður einnig lokað.
Leikskólinn Aldan
Öll kennsla og starfsemi leikskólans Öldunnar fellur niður
Héraðsbókasafn Rangæinga
Bókasafnið verður lokað
Þess má einnig geta að boðað hefur verið til viðuburðar í tilefni af kvennaverkfallinu þar sem ganga á frá Afrekshug og í Midgard þar sem horft verður á beina útsendingu frá samstöðufundi á Austurvelli.