Mándaginn 16. október fór fram 14. mæling 7. bekkjar Hvolsskóla á Sólheimajökli. Nemendur vinna eftir GPS punktum til að mæla frá fyrsta punkti að jökulsporðinum. Síðustu 11 ár hefur þurft að fá aðstoð frá Björgunarsveitinni Dagrenningu Hvolsvelli vegna þess að það er komið lón fyrir framan jökulssporðinn. Í fyrstu mælingu var jökullinn 318 metra frá fyrsta punkti að jökulsporðinum. Í fyrra mældist jökullinn 763 metra frá sporðinum en í ár mældist hann 711 metrar, sem merkir að jökullinn sé að bráðna niður og ýtast fram. Jökullinn ýttist því fram um 52 metra. Þetta er í fyrsta skipti sem að það gerist á 14 árum, en undanfarin ár hefur hopið að meðaltali verið um 37 metrar og kom þetta því nemendum á óvart.
Unnið af: Eðvari, Magneu og Steingrími 7. bekk Hvolsskóla