Fjallgöngur 2023

Á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst, verður farið í árlega fjallgönguferð Hvolsskóla. Að þessu sinni ganga bekkir á fjöll sem hér segir:

  • 1. bekkur: Stóra-Dímon
  • 2.-4. bekkur: Vatnsdalsfjall
  • 5.-7. bekkur: Þórólfsfell
  • 8.-10. bekkur: Þríhyrningur

Börnin þurfa að vera klædd til göngu og eftir veðri. Gott að hafa lítinn bakpoka og vatnsbrúsa. Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennurum í dag. Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir með og geta þá hitt á hópinn við uppgönguleiðir. Lagt verður af stað frá Hvolsskóla kl. 8:30 og kl. 9 með 1. bekkinn.