Í dag fór fram undankeppni í 7. bekk fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer í apríl milli skólanna í Rangárþingi, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyja. Dómarar í dag voru þau Elísa Elíasdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Ólafur Örn Oddsson.
Nemendur í 7. bekk hafa undanfarið, undir stjórn íslenskukennarans Lovísu Guðlaugsdóttur, unnið að undirbúningi keppninnar og stóðu þeir sig allir vel. Það er ekki einfalt að standa upp fyrir framan hóp fólks og flytja texta og ljóð en það leistu þau vel af hendi.
Tveir fulltrúar voru valdir úr hópnum og tveir til vara sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Hvolsskóla í apríl. Það voru þær Unnur Kristín Sigurðardóttir og Úlfhildur Vaka Pétursdóttir sem urðu fyrir valinu sem aðalmenn en þær Bryndís Halla Ólafsdóttir og Eyvör Vaka Sigríðardóttir sem varamenn.
Til hamingju öll með flottan upplestur í dag.