Í dag héldu nemendur og starfsmenn upp á öskudaginn í skólanum. Hér um ganga og stofur gengu lögreglumenn, minions, sjávarlífverur, prinsessur, brúðarmeyjar og -gumar og jólakúlur svo eitthvað sé nefnt. Skemmtilegt að sjá hvað krakkarnir hafa frjótt ímyndunarafl sem skilar sér í frábærum búningum. Klukkan 12 heldur svo strollan út í þorp að knýja dyra hjá stofnunum og fyrirtækjum og óska eftir góðgæti fyrir söng.
Fleiri myndir eru á fésbókinni.