Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Það var ánægjulegt að fagna sumri í blíðunni sem lék um okkur í gær eftir veturinn sem hefur verið okkur þungur í mörgu tilliti þar sem bæði veður og veira hafa hrellt okkur. Engu að síður hefur hann líka verið ánægjulegur að ýmslu leiti og vel leyst úr öllum aðstæðum. Samfara hækkandi sól hefur smám saman losnað um samkomuhömlur og eftir langt hlé hefur skólinn opnast fyrir almenningi og foreldrar getað komið í skólann að nýju sem og við farið með nemendur út um hvippinn og hvappinn. Meðfylgjandi mynd var tekin af Kór Hvolsskóla í Hörpunni í gær þar sem hann kom fram á tónleikum þar. Kórinn flutti verkið „Hver vill hugga krílið?“ ásamt fleiri góðum.
Framundan er síðan vorhátíð foreldrafélagsins í Hvolsskóla þann 28. apríl kl. 16 og vonum við að sem flestir sjái sér fært að koma á hana.