Annað árið í röð fór jólaföndrið fram á óhefðbundinn hátt. Föndrið var fært inn í kennslustundir að morgni miðvikudagsins. Líf og fjör var í húsinu og jólaleg stund sem nemendur og starfsmenn áttu. Nemendum var fært jólakakó með rjóma og piparkökur inn í kennslustundirnar og var þeim veitingum gerð góð skil.