Eins og kunnugt er gátum við ekki haldið Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í nóvember. Við höfum ákveðið engu að síður að nemendur í 10. bekk lesi Njálu eins og hefð er fyrir og mun sá lestur fara fram þann 10. desember í Hvolnum. Áhorfendur eru ekki leyfðir en lestrinum og dagskránni verður streymt í gegnum viðburð á fésbókinni. Linkur verður aðgengilegur seinna.
Dagskráin hefst kl. 8:15 með setningu Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra. Í kjölfarið hefst lestur nemenda í 10. bekk. Dagskráin verður brotin upp með upptöku þar sem nemendur í 7. bekkur mun flytja ljóðið Gunnarshólmi enda komin hefð á þann flutning á þessum degi sem upphaf að Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Einnig verða sýnd myndbönd frá nemendum í 10. bekk. Dagskráin mun standa yfir til kl. 15.