Þá er miðönn hafin og styttist í jólin. Í dag er Dagur íslenskrar tungu en hann var haldinn hátíðlegur í Hvolsskóla í gær. Uppistaðan í dagskránni var að vanda upplestur 10. bekkinga á Brennu-Njálssögu og fórst þeim sá lestur einkar vel úr hendi. Dagskráin var brotin upp með ýmsum viðburðum og stigu allir nemendur skólans á stokk í gær sem hlýtur að teljast harla gott. Það er ánægjulegt hvað hátíðin er að festast skemmtilega í sessi og alltaf fleiri og fleiri sem hlýða á upplesturinn. Öllum þeim sem sem til okkar komu þökkum við kærlega fyrir komuna. Sérstakar þakkir færum við Hringnum, kór eldri borgara sem söng fyrir okkur í gær eins og reyndar oft áður á þessum degi.
Nú höfum við endurnýjað leyfi til myndbirtinga og þá verða miðlar okkar vonandi virkari en áður.
Hafið það gott um helgina.