Símalaus desember.

Nú á aðventunni verðum við með símalausan desember eins og undanfarin ár. Er þá ekki heimilt fyrir nemendur að hafa síma í skólanum, þar með talið í frímínútum. Hefur það fyrirkomulag gengið ótrúlega vel og gaman að fylgjast með breytingum í samskiptum nemenda sín á milli í frímínútum. Ýmist hefur verið gripið í spil, púsl eða spjall.