Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélags Hvolsskóla verður haldið í matsal Hvolsskóla sunnudaginn 24. nóvember kl 14-16.

Endilega komið og njótið samverunnar við að föndra fyrir jólin. Boðið verður uppá að kaupa efni í föndur fyrir alla og einnig að kaupa laufabrauð til að skera út og steikja.

Boðið verður uppá kakó og piparkökur.

Stjórn foreldrafélagsins