Mæling á Sólheimajökli 2019

Í dag fóru nemendur 7. bekkjar ásamt Jóni Stefánssyni verkefnastjóra Grænfánans og fylgdarliði að Sólheimajökli. Tilgangur ferðarinnar var eins og undanfarin ár, að mæla hop jökulsins. Var þetta í tíunda sinn sem mælingarnar fara fram. Að þessu sinni reyndist jökullinn hafa hopað um 11 metra frá því 2018 og lónið er enn 60 metrar að dýpt. Minna er um ísjaka á vatninu en oft áður. Björgunarsveitin Dagrenning fylgdi hópnum að venju og sigldi með bæði nemendur og kennnara um lónið. Meðfylgjandi myndir eru frá mælingunum í dag.