Fjallgöngur

Nú fer að líða að árlegum fjallgöngudegi í Hvolsskóla. Farið verður með stuttum fyrirvara og gengið á eftirfarandi fjöll:

  • 1. bekkur: Stóra-Dímon
  • 2.-4. bekkur: Lambafell
  • 5.-7. bekkur: Fagrafell
  • 8.-10. bekkur: Drangshlíðartindur

Krakkarnir þurfa að koma vel klæddir til göngu. Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa.

Fyrsti mögulegi göngudagurinn er næstkomandi miðvikudagur, þann 4. september.