Úrslitakeppni í Skólahreysti

Í gær tók Hvolsskóli þátt í úrslitakeppni Skólahreystis og stóð liðið sig frábærlega. Keppnin var hörð og gaman að fylgjast með þessum öflugu ungmennum etja kappi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var gulur okkar litur. Það var Sláturfélag Suðurlands sem gaf okkur boli til að skarta á keppninni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn og velvildina. Liðið okkar að þessu sinni skipuðu þau Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Bjarni Már Björgvinsson, Óli Guðmar Óskarsson og Þórdís Ósk Ólafsdóttir.