Gleðilega páskahátíð

Okkar bestu óskir um gleðilega páskahátíð kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar. Kennsla hefst að nýju þann 23. apríl. Jón Pétur danskennari kemur þann dag til okkar og verður einnig þann 24. apríl sem og þann 29. apríl. Þann dag verður vorhátíð Hvolsskóla kl. 16-18 og að venju hefst dagskrá í íþróttahúsinu á danssýningu nemenda.

Hafið það sem allra best í fríinu.